50 ára Vignir býr í Vestmannaeyjum og er þar fæddur og uppalinn. Hann starfar sem hvalaþjálfari hjá fyrirtækinu Sea Life Trust sem rekur griðastað fyrir tvo mjaldra, systurnar Litlu-Grá og Litlu-Hvít, í Klettsvík og í innilaug. Einnig er safnið með lunda og fiska til sýnis.

„Ég er búinn að vera hjá þeim í fimm ár og hef tekið ýmsa fjölmenntun sem þarf fyrir starfið. Ég var að vinna hjá Þekkingarsetrinu, þegar verið var að byggja þetta, en Þekkingarsetrið er í sama húsi. Ég var mikið leigður út í að hjálpa þeim í byrjun og þeim leist vel á mig og vildu ráða mig. Ég sagði: Ég kann ekkert að þjálfa hvali. Þau sögðu þá: Við kennum þér það bara, og ég er búinn að vera hér síðan, í meira en fimm ár.“

Starf Vignis felst í að þjálfa hvalina, gefa þeim að éta og svo sinnir Vignir þrifum og alls konar

...