Stjarnan fór aftur upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta er liðið sigraði KR á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi er 13. umferðinni lauk með tveimur leikjum. Urðu lokatölur 94:86. Stjarnan tapaði óvænt fyrir Val á útivelli í síðustu…
Stjarnan fór aftur upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta er liðið sigraði KR á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi er 13. umferðinni lauk með tveimur leikjum. Urðu lokatölur 94:86.
Stjarnan tapaði óvænt fyrir Val á útivelli í síðustu umferð og missti toppsætið í hendur Tindastóli á fimmtudagskvöld. Stjörnumenn ætluðu ekki að tapa fyrir öðru Reykjavíkurliði og var sigurinn verðskuldaður.
Eru sigrarnir nú sex í síðustu sjö leikjum. KR er í sjöunda sæti með tólf stig, fjórum stigum frá Njarðvík í öðru sæti og fjórum stigum fyrir ofan Hött sem er í fallsæti. KR hefur mætt toppliðunum tveimur í síðustu tveimur leikjum og ekki verið nálægt sigri.
Stjörnumenn voru yfir svo gott sem allan leikinn og varð munurinn mestur 14 stig í
...