Sambíóin og Laugarásbíó Nosferatu ★★★½· Leikstjórn: Robert Eggers. Handrit: Robert Eggers. Aðalleikarar: Lily-Rose Depp, Nicholas Hoult, Bill Skarsgård, Aaron Taylor-Johnson, Emma Corrin og Willem Dafoe. Bandaríkin, Bretland og Ungverjaland, 2024. 132 mín.
Vampírumynd „Jafnvel mynd um vampíru getur komið mikilvægum boðskap til skila,“ skrifar rýnir. Lily-Rose Depp í hlutverki sínu í myndinni.
Vampírumynd „Jafnvel mynd um vampíru getur komið mikilvægum boðskap til skila,“ skrifar rýnir. Lily-Rose Depp í hlutverki sínu í myndinni.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Nosferatu er hrollvekja sem Robert Eggers skrifar og leikstýrir. Kvikmyndin er innblásin af þögulli kvikmynd F.W. Murnau frá 1922, Nosferatu, sem er byggð á hinni þekktu skáldsögu Brams Stoker frá 1897, Drakúla. Óteljandi kvikmyndir byggjast á skáldsögu Stokers, líklega vegna þess hversu margar túlkunarleiðir sagan býður upp á. Það er því alltaf spennandi að sjá hvaða aðferðir leikstjórar nota til að gefa sögunni nýtt líf.

Nosferatu, eftir Robert Eggers, kemst ekki á flug strax og virkar þannig frekar hæg í byrjun. Myndin verður ekki almennilega spennandi fyrr en Thomas Hutter (Nicholas Hoult) heimsækir Orlok greifa (Bill Skarsgård) í kastalann í Transylvaníu. Þá tekur fantasían eða hið yfirnáttúrulega við en Robert Eggers virðist öruggari þar.

...