Skagaströnd Fulltrúar HSN, Sæborgar og sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu við samningsgerð um yfirtöku HSN á hjúkrunarheimilinu.
Skagaströnd Fulltrúar HSN, Sæborgar og sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu við samningsgerð um yfirtöku HSN á hjúkrunarheimilinu.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) mun taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí næstkomandi.

Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún. bs. á samningum um rekstur heimilisins.

Öllum starfsmönnum Sæborgar verður boðin áframhaldandi vinna hjá HSN. Ekki er fyrirhuguð veruleg breyting á starfsemi heimilisins frá því sem nú er. Í fréttatilkynningu um yfirtökuna kemur fram að rekstur heimilisins hafi þyngst á undanförnum árum og verið dragbítur á rekstri þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum hafa staðið.

HSN rekur um 200 hjúkrunar- og sjúkrarými á Norðurlandi, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki. Er starfsemi Sæborgar sögð falla vel að

...