Grænlendingar vilja eiga nánara samstarf við ríkisstjórnir og þjóðþing í Norður-Ameríku, þar á meðal sérstaklega Alaska-ríki. Þá hafa þeir áhuga á auknum samskiptum við Íslendinga.
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Fyrir um fimm árum þegar sá sem þetta ritar vann að gerð tillagna um utanríkis- og öryggismál fyrir norrænu utanríkisráðherrana vaknaði að sjálfsögðu spurningin um hvernig ætti að ná til Grænlands. Átti að ræða við fulltrúa stjórnvalda landsins beint eða með aðstoð danska utanríkisráðuneytisins?
Ljóst varð að öll samskipti við grænlensk stjórnvöld skyldu fara um utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan var að hitta grænlenska sendinefnd á fundi í Reykjavík að viðstöddum sérlegum sendimanni frá Kaupmannahöfn. COVID-19 kom í veg fyrir fundinn.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur síðan skerpt
...