Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar Vatnsstígs á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir í mars næstkomandi og að þeim verði lokið í ágúst 2025
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar Vatnsstígs á milli Laugavegar og Hverfisgötu.
Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir í mars næstkomandi og að þeim verði lokið í ágúst 2025.
Til stóð að bjóða verkið út síðastliðið haust en verkhönnun tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. Því var ákveðið að fresta útboðinu.
Framkvæmdin er samstarfsverkefni með Veitum. Heildarkostnaðaráætlun er 160 milljónir króna og þar af er hluti Reykjavíkurborgar 100 m.kr.
Framkvæmdin felst í endurgerð götu og veitukerfa á Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu. Um er að ræða upprif og förgun á núverandi
...