Ekki þurfti Nostradamus til að spá því að Mohamed Salah og Erling Haaland yrðu í baráttunni um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð. Enda báðir menn markaóðir. Meira innsæi hefði á hinn bóginn þurft til að veðja á að Nýsjálendingurinn Chris Wood kæmi til með að blanda sér í þá ágætu baráttu. Gott og vel, hann mun ef til vill ekki standa Salah og Haaland á sporði en 12 mörk fyrir Nottingham Forest strax í byrjun janúar eru frábær árangur hjá manni sem margur var búinn að afskrifa og orðinn er 33 ára gamall.
Samt er framganga Woods á þessum vetri í raun bara rökrétt framhald á því sem gerðist í fyrra, þegar kappinn skoraði 15 mörk fyrir Forest, á sínu fyrsta heila tímabili í skóginum, sem er hans besti árangur í úrvalsdeildinni frá upphafi. Nú vantar hann bara fjögur mörk til að bæta þann árangur. Ekki væri klókt
...