Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir að mistök hafi átt sér stað þegar ríflega 11.000 fermetra lager- og iðnaðarhúsnæði var reist í Álfabakka, steinsnar frá íbúðabyggð í Árskógum
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir að mistök hafi átt sér stað þegar ríflega 11.000 fermetra lager- og iðnaðarhúsnæði var reist í Álfabakka, steinsnar frá íbúðabyggð í Árskógum.
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólöfu á vettvangi Spursmála. Það er aðgengilegt í heild sinni á mbl.is og hlaðvarpsveitum á borð við Spotify. Mætti hún í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, formanns umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, en hún hafði í tvær vikur beðist undan viðtali á þessum vettvangi.
Orðsporið mjög laskað
Segir Ólöf málið mjög bagalegt fyrir
...