Bragi Andrésson fæddist á Saurum í Hraunhreppi 4. apríl 1949. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 3. janúar 2025.
Foreldrar Braga voru Andrés Guðmundsson (1900-1985) og Lilja Finnsdóttir (1905-1998), bændur á Saurum. Systkini hans voru Guðmundur Ragnar (1926-1984), Hervald (1927-2002), Óskar (1928-2003), Unnur (1929-2018), Guðrún (1930-1983), drengur (1931-1931), Þorsteinn Arnar (1933-2007), Guðbjörg Stefanía (1941-2020) og Ragnhildur (1947-2020).
Bragi ólst upp á Saurum og fór í barnaskóla að Varmalandi. Hestamennska og ræktun átti hug hans alla tíð en hann starfaði einnig sem gæslumaður í Víðinesi, Gunnarsholti, Sogni og fleiri stöðum.
Bragi og fyrrverandi sambýliskona hans, Helga Guðrún Gunnarsdóttir, eignuðust Berglindi Dögg Bragadóttur árið 1980. Berglind á þrjú börn; Iðunni, Ara
...