Ólafur Ólafsson fæddist 5. maí 1924 í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Hann lést 24. desember 2024 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.

Foreldrar Ólafs voru hjónin Ólafur Ólafsson bóndi í Syðstu-Mörk, f. 1891, d. 1973, og Halla Guðjónsdóttir húsfreyja f. 1892, d. 1970.

Systkini Ólafs eru öll látin: Sigríður, f. 1921; Guðjón, f. 1922; Sigurveig, f. 1925; Sigurjón, f. 1927; Jóhanna Guðbjörg, f. 1928; Árni, f. 1931; Ásta, f. 1939.

Eiginkona Ólafs var Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir, f. 1933, d. 2009. Rannveig var dóttir hjónanna Baldvins Guðna Jóhannessonar, f. 1895, d. 1971, sjómanns í Ólafsfirði, og Sigfríðar Björnsdóttur, f. 1898, d. 1978, húsmóður og verkakonu í Ólafsfirði.

Börn Ólafs og Rannveigar Júlíönu eru fjögur:

...