Kynningarfundur á tillögu í vinnslu, þ.e.a.s. forkynning, fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands verður haldinn fyrir íbúa og almenning í Hlégarði í Mosfellsbæ á mánudaginn. Á kynningunni gefst tækifæri til að koma með ábendingar við skipulagið og þær…
Náttúra Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri á skrifstofu sinni í gamla Blikastaðabænum.
Náttúra Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri á skrifstofu sinni í gamla Blikastaðabænum. — Morgunblaðið/Eyþór

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Kynningarfundur á tillögu í vinnslu, þ.e.a.s. forkynning, fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands verður haldinn fyrir íbúa og almenning í Hlégarði í Mosfellsbæ á mánudaginn. Á kynningunni gefst tækifæri til að koma með ábendingar við skipulagið og þær framkvæmdir sem í vændum eru, en Blikastaðaland ehf., félag í eigu Arion banka, stendur fyrir uppbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis á landinu.

Forkynning er hluti af skipulagsferli og hleypir fólki og fagaðilum fyrr að verkefnum, þar sem þeim gefst kostur á að koma með ábendingar við tillöguna, sem nýtast til frekari mótunar hennar.

Stefnt er að því að kynna fullmótað deiliskipulag í lok árs 2025. Í framhaldi verður farið í innviðauppbyggingu og að

...