En í grunninn hef ég alltaf verið jafnaðarmaður og ég vissi að nýstárlegustu hugmyndir í hagfræði eru mjög velferðarsinnaðar. Mér fannst oft umræðan hér á Íslandi mjög gamaldags og úrelt; byggð á gömlum hagfræðikenningum. Það vantaði annan strúktúr í umræðuna.
„Ég þurfti að taka ákvörðun hvort ég vildi halda áfram að vinna í bankanum og kveða þá í kútinn þessa hlið á mér sem hafði mjög miklar skoðanir á þjóðfélagsmálunum eða átti ég að taka sénsinn og hlýða kallinu? Ég stökk bara á þetta án þess að hafa nokkuð fyrir mér hvort þetta myndi ganga upp,“ segir Kristrún.
„Ég þurfti að taka ákvörðun hvort ég vildi halda áfram að vinna í bankanum og kveða þá í kútinn þessa hlið á mér sem hafði mjög miklar skoðanir á þjóðfélagsmálunum eða átti ég að taka sénsinn og hlýða kallinu? Ég stökk bara á þetta án þess að hafa nokkuð fyrir mér hvort þetta myndi ganga upp,“ segir Kristrún. — Morgunblaðið/Ásdís

Í myrkri og kulda er bankað upp á dag einn í vikunni hjá nýjum forsætiráðherra landsins sem staddur er í forsætisráðuneytinu í gamla Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu. Blaðamaður er feginn að komast inn í birtu og yl og innan skamms birtist Kristrún Frostadóttir með bros á vör, tilbúin í daginn. Á þessum nýja og háttsetta vinnustað bíða hennar krefjandi verkefni, en stjórn undir hennar forrystu hefur nú tekið við eins og alþjóð veit. Ekki er laust við að birt hafi yfir þjóðinni nú í svartasta skammdeginu og von hefur kviknað um að betri tímar fari í hönd.

Tilefni fundar okkar er ekki að fara enn eina ferðina yfir stefnumálin, kosningaloforðin eða samningaviðræður flokkana, heldur að forvitnast um manneskjuna á bak við stjórnmálamanninn. Hvaðan kemur hún og hvað drífur hana áfram? Hver er þessi kona sem kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál fyrir aðeins örfáum árum,

...