Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Sjónvarpstæki eru stöðugt að þróast í þá átt að verða einskonar stjórntæki daglegs lífs á heimilum fólks eftir því sem gervigreindartækninni fleygir fram. Þessi þróun var áberandi á árlegri raftækjasýningu, CES, í Las Vegas, sem var opnuð í vikunni.
Tæknifyrirtæki á borð við LG, Samsung og TCL hlaða sífellt meiri gervigreind í æ stærri sjónvarpsskjái sem eru að verða einskonar stafrænir aðstoðarmenn fjölskyldunnar og geta spjallað við heimilisfólkið og önnur raftæki heimilisins, sum með aðstoð Google og Microsoft.
William Cho, forstjóri LG, boðaði þannig á blaðamannafundi í Las Vegas komu „ástúðlegrar greindar“ þar sem heimilistæki vaka yfir fólki, allt frá því að fylgjast með því hvernig það sefur og til þess að minna það á að taka með sér regnhlíf ef það rignir.
Annað hugtak sem er fyrirferðarmikið á CES-sýningunni
...