Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts ásamt Sorpu vinna nú að sameiginlegri lausn á því vandamáli sem skapast hefur eftir að losunarstöðum fyrir hrossatað var lokað af heilbrigðiseftirlitinu í haust
Hrossatað Sorpa rukkar 26 krónur í móttökugjald fyrir hvert kíló.
Hrossatað Sorpa rukkar 26 krónur í móttökugjald fyrir hvert kíló. — Morgunblaðið/Eyþór

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts ásamt Sorpu vinna nú að sameiginlegri lausn á því vandamáli sem skapast hefur eftir að losunarstöðum fyrir hrossatað var lokað af heilbrigðiseftirlitinu í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hestamannafélaganna og Sorpu.

Ekki náðist í Tómas Guðberg Gíslason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, um ástæðu þess að losunarstöðum var lokað.

...