Halla Gunnarsdóttir
Í upphafi þessarar aldar var Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, spurð hvert hefði verið hennar helsta afrek í stjórnmálum. Hún var snögg til svars: „Tony Blair og New Labour. Við breyttum því hvernig andstæðingar okkar hugsa.“ Með öðrum orðum var það ekki stærð Íhaldsflokksins sem hún mældi árangur sinn í, heldur einmitt í því að hafa náð að færa pólitíska ásinn í heild sinni. Hugmyndir sem áður hefðu þótt róttækar, jafnvel öfgakenndar, urðu að meginstraumi. Það er því hollt að leitast við að greina meginstraumshugmyndir í stjórnmálum á hverjum tíma fyrir sig og þau áhrif sem þær kunna að hafa á kjör og réttindi launafólks.
Einn af ríkjandi straumum dagsins í dag snýr að því að tryggja þurfi jöfnuð í ríkisfjármálum, nánast sama hvað það kostar. Ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins
...