„Þetta er búið að þvælast í hausnum á mér í tvö ár og nú ákvað ég loksins að kýla á það,“ segir Kristinn Sæmundsson, tónleikahaldari með meiru, sem hefur sótt um að fá að taka upp nafn sem hefur fylgt honum um áratugaskeið; Kanína
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er búið að þvælast í hausnum á mér í tvö ár og nú ákvað ég loksins að kýla á það,“ segir Kristinn Sæmundsson, tónleikahaldari með meiru, sem hefur sótt um að fá að taka upp nafn sem hefur fylgt honum um áratugaskeið; Kanína.
Kiddi kanína rak um árabil plötubúðina Hljómalind og var afkastamikill í tónleikahaldi. Hann var einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Uxa árið 1995 og flutti inn þekktar hljómsveitir auk þess að vera umboðsmaður Sigur Rósar í upphafi ferils sveitarinnar.
Síðustu ár hefur Kiddi haldið sér að mestu
...