„Þetta er búið að þvælast í hausnum á mér í tvö ár og nú ákvað ég loksins að kýla á það,“ segir Kristinn Sæmundsson, tónleikahaldari með meiru, sem hefur sótt um að fá að taka upp nafn sem hefur fylgt honum um áratugaskeið; Kanína
Tímamót Kiddi hefur lengi borið viðurnefnið kanína. Nú vill hann taka það upp sem millinafn.
Tímamót Kiddi hefur lengi borið viðurnefnið kanína. Nú vill hann taka það upp sem millinafn.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta er búið að þvælast í hausnum á mér í tvö ár og nú ákvað ég loksins að kýla á það,“ segir Kristinn Sæmundsson, tónleikahaldari með meiru, sem hefur sótt um að fá að taka upp nafn sem hefur fylgt honum um áratugaskeið; Kanína.

Kiddi kanína rak um árabil plötubúðina Hljómalind og var afkastamikill í tónleikahaldi. Hann var einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Uxa árið 1995 og flutti inn þekktar hljómsveitir auk þess að vera umboðsmaður Sigur Rósar í upphafi ferils sveitarinnar.

Síðustu ár hefur Kiddi haldið sér að mestu

...