Viðbragðsaðilar berjast enn við gróðureldana sem herja á Suður-Kaliforníu. Minnst tíu eru látnir og er talið að yfir tíu þúsund heimili, fyrirtæki og önnur mannvirki hafi orðið eldi að bráð á síðastliðnum sólarhringum. Hvassviðrið virðist ekki ætla að lægja og er óttast að eldarnir breiði enn frekar úr sér.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Los Angeles eins og stríðssvæði og segir líklegt að tala látinna muni hækka.

Yfirvöld í Los Angeles hafa sett útgöngubann að næturlagi á þeim svæðum þar sem fólk hefur þurft að yfirgefa heimili sín til þess að sporna við innbrotum, og hafa þegar handtekið einstaklinga sem hafa nýtt sér ástandið til að taka eigur annarra ófrjálsri hendi.

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi bjó í Los Angeles í rúma fjóra áratugi, þar af rúm 25 ár í Palisades-hverfinu sem hefur orðið hvað verst úti í eldunum. Hann segir sárt að horfa upp á gamla heimavelli brenna og nána vini missa

...