Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á komandi landsfundi verður að ganga tryggilega frá endurnýjaðri og trúverðugri stefnu.
Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Þorgeir Eyjólfsson

Þrátt fyrir varnarsigur flokksins í nýafstöðnum kosningum til Alþingis hefur formaður Sjálfstæðisflokksins tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir endurkjöri til formanns á komandi landsfundi og jafnframt að afsala sér þingmennsku. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dregist saman um liðlega fjórðung frá þingkosningunum 2013 og fimmtung frá kosningunum 2021. En fylgistapið varð stærra hjá Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Fyrrverandi kjósendur Vinstri grænna sáu ástæðu til að refsa forystu síns flokks í nýafstöðnum alþingiskosningum. Flengingin var svo harkaleg (fylgið dróst saman um 82%) að flokkurinn þurrkaðist af þingi og náði ekki 2,5% atkvæða til fjárframlags úr ríkissjóði. Gera má ráð fyrir að fyrrverandi formaður VG og forsætisráðherra hafi skynjað að stefndi í óefni með kjörfylgi flokksins þegar hún gerði misheppnaða tilraun til að sækjast eftir embætti forseta Íslands

...