Þorvaldur Jóhannsson
Heyrst hefur að Seyðisfjörður og íbúar hans berjist á nýbyrjuðu ári fyrir afkomu sinni og tilveru í þessum fallega firði á Austurlandi. Þar ríkir nú tortryggni og kvíði og óróleikapúls mælist m.a. vegna margsvikinna „loforða“ um tryggar heilsárslandsamgöngur.
Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins hefur verið með öfluga starfsemi síðustu ár og með kjölfestu sinni stutt vel við félagslífið í bænum. Það hætti á liðnu ári með stærstan hluta starfseminnar, m.a. vegna óvissu um framhaldið og hvert skuli stefna með byggðarlagið. Beðið er loðnuvertíðar annað árið í röð. Ferðaþjónustan, sem hefur verið ört vaxandi, á í miklu basli með að halda veitingastöðum opnum yfir vetrarmánuðina. Þeim er því bara lokað.
Smyril Line (óskabarnið) siglir ekki til Seyðisfjarðarhafnar nú
...