Þorvarður Þorvarðarson afi minn var afar merkilegur maður sem naut vinsælda og virðingar á sinni tíð. Hann var málamiðlari og flinkur að ná fólki saman en líka dugnaðarforkur og mikill baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hann var með gott jarðsamband og vissi hvernig fólkinu leið. Ég hefði mjög gjarnan viljað hitta hann og jafnvel ganga með honum eins og eina 1. maí-göngu,“ segir Sólveig Kristín Einarsdóttir, rithöfundur og barnabarn Þorvarðar. Hann lést árið 1936, þremur árum áður en Sólveig sjálf kom í heiminn.
Í dag, laugardag, verður afhjúpaður nýr legsteinn í Hólavallagarði við leiði Þorvarðar og seinni eiginkonu hans, Gróu Bjarnadóttur, tveggja sona þeirra og sonar Þorvarðar af fyrra hjónabandi.
Forsaga málsins er sú að frændi Sólveigar, Ágúst Freyr Takács Ingason, sem býr í
...