Íslands- og bikarmeistarar Vals verða ekki með sitt sterkasta lið gegn Málaga Costa del Sol í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik sem fram fer á Spáni í dag.
Elísa Elíasdóttir og Sigríður Hauksdóttir, sem báðar léku í sigrinum í toppslagnum gegn Fram á miðvikudagskvöldið, fóru ekki með til Spánar. Elísa er í lokaprófi í háskólanum og Sigríður átti ekki heimangengt. Þá er Lilja Ágústsdóttir frá vegna meiðsla en hún hefur ekki spilað nema þrjá leiki í úrvalsdeildinni í vetur.
Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals sagði við Morgunblaðið í gær að leikurinn yrði mjög erfiður gegn toppliði Spánar sem hefði unnið Evrópubikarinn 2021 og orðið spænskur meistari 2023.
„Þær eru með tvo mjög öfluga portúgalska landsliðsmenn,
...