Ólafur Viggó Sigurbergsson fæddist 4. ágúst 1943. Hann lést 30. desember 2024.

Útför fór fram 10. janúar 2025.

Óli Viggó eins og hann var kallaður af fjölskyldunni hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Ég á margar góðar minningar um hann frá æskuárum okkar, en við erum bræðrasynir. Faðir hans, Sigurbergur, var okkur systkinum ómetanlegur stuðningur þegar ég missti minn föður sex ára gamall. Heimili Sigurbergs og Lydíu var okkur ávallt opið og úr Eskihlíðinni á ég margar góðar minningar.

Óli frændi var farsæll maður í lífi sínu, ábyrgðarfullur, heiðarlegur, nákvæmur í sínum störfum, glaðlyndur og umfram allt hlýr og notalegur í öllum sínum samskiptum. Við frændur áttum góð samskipti þar sem ég þáði þjónustu hans sem endurskoðanda árum saman, sömuleiðis hittumst við oft á stórum tímamótum í

...