Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Árbæingurinn Kristinn Guðmundsson er 65 ára frá því í desember. Hann lék knattspyrnu fram á miðjan finmmtugsaldur, þar af um 400 leiki í meistaraflokki 1977-2005, þjálfaði yngri flokka og var lengi spilandi þjálfari, hefur verið knattspyrnudómari frá 2009, byrjaði að æfa langhlaup fyrir nokkrum árum, hlaupaæfingar með áherslu á styttri vegalengdir urðu markvissar fyrir tæplega tveimur árum og hann er skráður í keppni í 800, 1.500 og 3.000 metra hlaupi í flokki 64-69 ára á Norðurlandamóti öldunga í frjálsíþróttum, sem fer fram skammt frá Ósló í Noregi um miðjan febrúar. „Þetta er auðvitað bilun en ég er keppnismaður og vil helst sigra.“
Kristinn byrjaði að æfa langhlaup 2017. „Bergþór Ólafsson félagi minn, sem var þjálfari í Árbæjarskokki, plataði mig
...