Donald Trump
Donald Trump

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir fund á milli sín og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í undirbúningi. Segir hann Pútín „vilja hittast“ og að verið sé að „undirbúa það“. Þetta sagði Trump við blaðamenn við heimili sitt, Mar-a-Lago.

Trump hefur heitið því að binda enda á Úkraínustríðið þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Hefur hann verið mjög efins um stuðning ríkisstjórnar Bidens forseta við stjórnina í Kænugarði.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist þegar hafa rætt við Trump símleiðis. Samtali þeirra var þá lýst sem „uppbyggilegu“ en Selenskí vildi ekki greina frá því hvort Trump hefði þá sett fram einhver skilyrði eða markmið fyrir friði í Úkraínu.