„Ég miskunnaði mig yfir betlarann og gaf honum smápening.“ Hægt er að hæla sér af þessu með ýmsu orðalagi, t.d. aumka sig yfir hann en þó ekki „líkna sér“ yfir hann og ekki „líkna sig“ heldur
„Ég miskunnaði mig yfir betlarann og gaf honum smápening.“ Hægt er að hæla sér af þessu með ýmsu orðalagi, t.d. aumka sig yfir hann en þó ekki „líkna sér“ yfir hann og ekki „líkna sig“ heldur. Að líkna þýðir að hjálpa og að líkna e-m er einkum haft um það að hjúkra særðum, lina þjáningar: „Florence Nightingale líknaði særðum.“