Steina Vasulka fær lofsamlegan dóm í bandaríska miðlinum ARTnews vegna yfirlitssýningar sem nú stendur yfir á verkum hennar í MIT List Visual Arts Center í Cambridge, Bandaríkjunum. Yfirskrift dómsins má þýða á þessa leið: „Vídeólistarrisinn Steina fær hugbreytandi yfirlitssýningu,“ en gagnrýnandinn Alex Greenberger segir jafnframt að það ætti ekki að koma unnendum vídeólistar á óvart þar sem þeir hafa lengi tilbeðið Steinu og margir listamenn farið í pílagrímsleiðangra til hennar í Santa Fe til þess eins að hitta hana. Þá bendir hann á að staða hennar innan sögu vídeólistarinnar sé að vissu leyti ótrygg þar sem hún skeri sig úr öðrum vídeólistamönnum. Verk hennar séu hvorki pólitísk né umhugað um fagurfræði sjónvarpsins heldur sé list hennar mun frjálsari og einkennist af leikgleði.
Þess má geta að sama sýning verður sett upp næsta haust með stærra sniði
...