Hörður Rúnar Úlfarsson fæddist 3. júní 1966. Hann lést 12. desember 2024.
Útför hans fór fram 10. janúar 2025.
Elsku besti frændi minn. Nú ertu fallinn frá. Ég eiginlega get ekki trúað því að þú sért farinn. Þinn tími var ekki kominn. Með svo yndislega konu, svo glaður með lífið og svo hnarreistur, elsku frændi minn.
Það var svo dásamlegt að sjá þig, Helgu og Nidinu í sextugsafmælinu mínu. Hvað ég er þakklát elsku frændi að þið skylduð koma.
Manstu eftir öllum misvitru bernskubrekunum okkar? Þau voru ansi mörg. Ég bjó á hæðinni fyrir ofan með ömmu og afa, Ingu og Þór. Þú bjóst á neðri hæðinni með foreldrum þínum og Villa bróður þínum. Ég held að fyrstu orðin þín hafi verið Scania Vabísss með löngu s-i. Þú varst algjör vörubílakarl frá blautu
...