Kristín Birna Garðarsdóttir, fv. Íslandsmeistari í akstursíþróttum, lést á Landakoti 1. janúar síðastliðinn, 62 ára að aldri, af völdum alzheimer.
Kristín Birna fæddist 25. ágúst 1962. Foreldrar hennar eru Anna María Sampsted og Garðar Guðmundsson. Systur eru Kamilla Björk, Linda og Lilja.
Kristín Birna ólst upp á Seltjarnarnesi, bjó síðan í Reykjavík en síðustu árin í Mosfellsdal ásamt fjölskyldu sinni.
Hún starfaði m.a. í versluninni Virkni í Ármúla, Litaveri og síðar sem skrifstofustjóri á fasteignasölunum Remax Lind, Remax Bæ og Fasteignasölunni Bæ í Kópavogi.
Kristín Birna eignaðist mótorkrosshjól 16 ára og varð fyrsta konan til að keppa í mótorkrossi. Tók hún þátt í Íslandsmeistarakeppnum í íþróttinni árin 1979 til 1986 en hætti er hún eignaðist sitt fyrsta barn.
...