„Ég á gífurlega sterkar minningar frá þessu svæði. Við vorum bara í sjokki hérna við hjónin þegar þessar fréttir tóku að berast og settum okkur í samband við fólk sem við þekkjum sem býr enn á svæðinu,“ segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég á gífurlega sterkar minningar frá þessu svæði. Við vorum bara í sjokki hérna við hjónin þegar þessar fréttir tóku að berast og settum okkur í samband við fólk sem við þekkjum sem býr enn á svæðinu,“ segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.
Miklir gróðureldar herja nú á Los Angeles í Kaliforníu. Yfir 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og á annan tug hefur látist. Ekki virðist sjá fyrir endann á eyðileggingunni. Sigurjón var búsettur í Los Angeles í rúma fjóra áratugi ásamt fjölskyldu sinni og hefur miklar tengingar við svæðið sem nú brennur. Fyrsta húsið sem fjölskyldan bjó í er brunnið til kaldra kola. Það stóð við El Medio Avenue í Pacific Palisades-hverfinu.