Af tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Öfugt við það sem margir kynnu að halda, þá þrífst útgáfa klassískrar tónlistar vel og gildir þá einu hvort rætt er um plötur, geisladiska eða útgáfur á streymisveitum. Ég fylgist vel með útgáfubransanum og hef valið tíu plötur sem komu út á árinu 2024 sem mig langar að benda lesendum Morgunblaðsins sérstaklega á. Auðvitað má deila um valið en þetta eru allt plötur sem vöktu mikla hrifningu hjá mér.
Ég hef einnig útbúið spilunarlista á Spotify með dæmum af plötunum tíu. Listann má annaðhvort nálgast með því að skanna kóðann sem fylgir greininni (með myndavélinni í Spotify-appinu) eða þá slá inn leitarorðið „2024 – Topp 10“ á Spotify. Plötunum má einnig fletta upp á öllum helstu streymisveitum (Tidal, Apple Music,
...