Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola tap, 26:24, gegn Svíþjóð í Malmö á laugardag í lokaleik sínum fyrir HM sem hefst á þriðjudag. Sömu lið gerðu jafntefli, 31:31, á fimmtudaginn var. Góðu fréttirnar eru þær að íslenska liðið á mikið inni og getur spilað mun betur en það gerði á laugardag
HM 2025
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola tap, 26:24, gegn Svíþjóð í Malmö á laugardag í lokaleik sínum fyrir HM sem hefst á þriðjudag. Sömu lið gerðu jafntefli, 31:31, á fimmtudaginn var.
Góðu fréttirnar eru þær að íslenska liðið á mikið inni og getur spilað mun betur en það gerði á laugardag. Magnaðir hornamenn Íslands komust nær ekkert inn í leikinn, markvarslan má vera betri og Fabian Norsten í marki Svía var með Þorstein Leó Gunnarsson í vasanum í seinni hálfleik. Þá kastaði íslenska liðið boltanum frá sér í fínum stöðum nokkrum sinnum.
Þrátt fyrir þessa neikvæðu punkta gerði íslenska liðið mjög vel í að komast yfir í seinni hálfleik, eftir að Svíar komust mest fimm mörkum yfir
...