Fá íslensk skáld hafa lýst kulda og vetrarhörkum sem klerkurinn frá Skógum í Þorskafirði, séra Matthías Jochumsson, enda er eldrautt lesmálið ofan myndar úr kunnu hafískvæði hans. Fönnin hvít er fylgifiskur búsetu á norðurhveli jarðar og hér mokar…
Fá íslensk skáld hafa lýst kulda og vetrarhörkum sem klerkurinn frá Skógum í Þorskafirði, séra Matthías Jochumsson, enda er eldrautt lesmálið ofan myndar úr kunnu hafískvæði hans. Fönnin hvít er fylgifiskur búsetu á norðurhveli jarðar og hér mokar Kristjana Einarsdóttir, starfsmaður bókasafns Safnahússins Eyrartúni á Ísafirði, snjóinn frá inngangi svo gestum og gangandi verði þar umferð auðveld.