„Snæfellsnesið allt er auðvitað gosbelti sem inniheldur Snæfellsjökul og Helgrindur og fjöllin þar í grennd á miðju nesinu og svo Ljósufjallakerfið sem nær frá Berserkjahrauni að vestan og alla leið gegnum Ljósufjöllin og yfir að Hreðavatni,…
Í brennidepli
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Snæfellsnesið allt er auðvitað gosbelti sem inniheldur Snæfellsjökul og Helgrindur og fjöllin þar í grennd á miðju nesinu og svo Ljósufjallakerfið sem nær frá Berserkjahrauni að vestan og alla leið gegnum Ljósufjöllin og yfir að Hreðavatni, svo þetta er svolítið langt kerfi.“
Þetta segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og prófessor emeritus, í samtali við Morgunblaðið, inntur álits á straumum og stefnum hinna innri afla móður jarðar þar á svæðinu, en mbl.is og Morgunblaðið hafa undanfarið fjallað um kvikuinnskot sem fræðimenn Veðurstofu Íslands telja að líklega hafi átt sér stað á miklu dýpi undir Grjótárvatni.
Þá gerði Veðurstofan grein
...