Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Mikilvægt er að rannsaka samfélagsleg áhrif menningar og sköpunar í þjóðfélaginu, þar sem Íslendingar eru talsvert á eftir nágrannalöndunum. Þetta segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina.
Setrinu var komið á fót haustið 2023 og er í eigu Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Listaháskóla Íslands, auk Samtaka skapandi greina. „Það var búið að vera að undirbúa þetta lengi, gera víðtæka þarfagreiningu, skoða hvernig okkar aðstæður tala inn í alþjóðlegar rannsóknarstefnur,“ segir Anna Hildur. Eitt af hlutverkum setursins sé að efla rannsóknir skapandi greina á öllum stigum, sem ekki hafi verið mjög miklar fram
...