Steinn Jóhannsson
Steinn Jóhannsson

Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, hefur verið ráðinn sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Tekur hann við stöðunni af Helga Grímssyni.

Steinn hefur verið rektor MH sl. sex ár og var konrektor þar áður í eitt ár. Hann var skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár og þar áður forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík. Steinn er með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, lauk námi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ og stundaði doktorsnám í sömu fræðum.