Ólafía Kristín fæddist 27. október 1935. Hún lést 15. desember 2024.
Útför hennar fór fram 10. janúar 2025.
Elsku amma mín,
nú ertu komin í ferðalagið sem lá í loftinu svo lengi. Mikið sakna ég þín strax. Furðulegt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur segja amma og bíða eftir svari. Lífið líður aðeins of hratt.
Þegar ég frétti að þú hefðir kvatt þennan heim varð ég svo agnarsmá. Ég sá mig fyrir mér sem litla hnátu í gróðurhúsi að taka upp grænkál með þér. Það var nefnilega tvennt sem þú kenndir mér að venjast í þessu lífi; stingandi ullarfatnaði og beiskjunni í grænkálinu.
Amma var uppfræðari og talaði við mig um allt milli himins og jarðar. Hún kenndi mér að meta biblíusögurnar sem skáldskap, leiðbeindi mér við
...