Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir yfirlýsingar Evrópusambandsins um að krefjast þess að niðurstöður forsetakosninga í Venesúela verði rannsakaðar af óháðum aðila. Forsetinn Nicolás Maduro var á föstudag settur í embættið…

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir yfirlýsingar Evrópusambandsins um að krefjast þess að niðurstöður forsetakosninga í Venesúela verði rannsakaðar af óháðum aðila.

Forsetinn Nicolás Maduro var á föstudag settur í embættið þriðja sinni og hóf um leið sitt þriðja sex ára kjörtímabil. Maduro kveðst hafa unnið kosningarnar með 51,2% greiddra atkvæða en stjórnarandstaðan segir Edmundo Gonzáles hafa verið réttmætan sigurvegara með 67% atkvæða.

„Vilji Venesúelamanna og mannréttindi þeirra eiga að vera virt,“ skrifar Þorgerður á X og deilir yfirlýsingu Kaju Kallas utanríkismálastjóra ESB.