„Áætlanirnar voru vissulega metnaðarfullar og ástæður seinkana margvíslegar, í sumum tilfellum vegna ytri aðstæðna eins og hás vaxtastigs sem hefur hægt á uppbyggingaráformum, þá hafa deilur um eignarhald á landi og tafir á framkvæmdum hjá…
Byggingarsvæði Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir húsnæði fyrir alla hópa samfélagsins forgangsmál.
Byggingarsvæði Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir húsnæði fyrir alla hópa samfélagsins forgangsmál. — Morgunblaðið/Baldur

Baksvið

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Áætlanirnar voru vissulega metnaðarfullar og ástæður seinkana margvíslegar, í sumum tilfellum vegna ytri aðstæðna eins og hás vaxtastigs sem hefur hægt á uppbyggingaráformum, þá hafa deilur um eignarhald á landi og tafir á framkvæmdum hjá lóðarhöfum jafnframt áhrif að áætlanir standast ekki.“

Þetta skrifar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tölvupósti til Morgunblaðsins í kjölfar fyrirspurnar um hvernig nýbirt tölfræði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar snerti hana og sveitarfélagið, en Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur á húsnæðissviði stofnunarinnar, hélt nú í vikunni erindið Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á opnum fundi um stöðu þessara mála á

...