Veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar var 7,7% árið 2023, sem jafngildir því að um 850 starfsmenn borgarinnar hafi legið á sóttarsæng dag hvern allt árið. Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru um 11 þúsund talsins, samkvæmt opinberum upplýsingum frá borginni
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar var 7,7% árið 2023, sem jafngildir því að um 850 starfsmenn borgarinnar hafi legið á sóttarsæng dag hvern allt árið. Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru um 11 þúsund talsins, samkvæmt opinberum upplýsingum frá borginni.
Veikindahlutfall borgarstarfsmanna lækkaði þó frá árinu áður, en árið 2022 var hlutfallið 8,6% og 6,6% árið 2021. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðs- og starfsumhverfissviðs sem gerð var að beiðni endurskoðunarnefndar borgarinnar. Veikindahlutfall borgarstarfsmanna var nokkru hærra árið 2023 en hjá Kópavogsbæ t.a.m., en þar var hlutfallið 5,8% það ár. Hjá ríkinu var þetta hlutfall 5,4% sama ár.
Breytilegt eftir sviðum
Mismunandi er hvernig veikindi
...