Samtal hefur átt sér stað á milli þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda um framlag ríkisins til að liðka fyrir mögulegri sameiningu.
Kjartan Már Kjartansson
Kjartan Már Kjartansson

Kjartan Már Kjartansson

Þriðjudaginn 11. júní 2024 voru liðin 30 ár frá því að sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994 í Reykjanesbæ. Þeirra tímamóta var minnst með margvíslegum hætti allt síðastliðið ár. Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar settu á laggirnar sérstakan afmælissjóð í tilefni afmælisins sem einstaklingar og hópar gátu sótt um styrki í til viðburðahalds í tengslum við afmælið. Á afmælideginum sjálfum hélt bæjarstjórn Reykjanesbæjar svo hátíðarfund í Hljómahöll þar sem meðal annars voru útnefndir tveir nýir heiðursborgarar, þau Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir og Albert Albertsson verkfræðingur. Strax að hátíðarfundinum loknum voru svo haldnir útitónleikar á þaki Hljómahallar þar sem margt af okkar besta fólki kom fram og mikill fjöldi bæjarbúa og gesta mætti til að hlusta og njóta.

Stofnun Reykjanesbæjar markaði

...