Renaissance: The Blood and the Beauty er þriggja þátta heimildarmyndaflokkur sem BBC sýndi nýlega. Þættirnir fjalla um Michelangelo, Leonardo Da Vinci og Rafael og ríginn og samkeppnina sem ríkti á milli þessara ítölsku snillinga
Dance Hann er alveg frábær Michelangelo.
Dance Hann er alveg frábær Michelangelo.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Renaissance: The Blood and the Beauty er þriggja þátta heimildarmyndaflokkur sem BBC sýndi nýlega. Þættirnir fjalla um Michelangelo, Leonardo Da Vinci og Rafael og ríginn og samkeppnina sem ríkti á milli þessara ítölsku snillinga.

Sagan er sögð út frá sjónarhóli Michelangelo á efri árum og þar fer hann með einræður og kveður upp sleggjudóma um keppinauta sína í listinni. Það sem þar kemur fram er byggt á eigin orðum Michelangelo og gögnum og heimildum.

Leikarinn Charles Dance túlkar Michelangelo og gerir það hreint frábærlega. Sá Michelangelo sem við sjáum er eiturskarpur og snjall, ósvífinn og hæðinn. Líka metnaðargjarn og öfundsjúkur. Sterkur og áberandi persónuleiki.

Michelangelo þreifst á því að vera í samkeppni og þegar keppinautar hans, Da Vinci og hinn ungi Rafael, dóu skapaðist tómarúm í tilveru hans.

Þetta eru dásamlegir þættir sem RÚV

...