Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í Bretlandi í fyrrasumar. Skyndikosning í boði þáverandi forsætisráðherra, Rishi Sunak, skilaði Starmer inn í Downingstræti 10, en að vísu með afar lítið fylgi að baki sögulega séð. Atkvæðadreifingin í einmenningskjördæmakerfinu skilaði honum hins vegar ríflegum meirihluta í þinginu.
Mikill fögnuður var meðal vinstri manna í Bretlandi og víðar, meðal annars hér á landi. Samfylkingin viðraði sig upp við Starmer og félaga til að nokkuð af geislum þessarar nýju stjörnu vinstrisins félli á þann flokk sem undirbjó kosningar hér á landi, sem komu svo vonum fyrr, líkt og í Bretlandi.
En gæfan er fallvölt og nú ferðast leiðtogar annarra vinstri flokka í Evrópu ekki til Bretlands til að lenda á mynd með Starmer. Stjarna hans
...