Guðlaugur Victor Pálsson og liðsfélagar hans í B-deildarliði Plymouth Argyle fá Liverpool í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, en dregið var í gær.

Willum Þór Willumsson, Alfons Sampsted og liðsfélagar hjá C-deildarliði Birmingham City fá Newcastle United í heimsókn. Bikarmeistarar Manchester United mæta þá Leicester City á Old Trafford í úrvalsdeildarslag.

Aston Villa og Tottenham mætast sömuleiðis í úrvalsdeildarslag og sömu sögu er að segja af Brighton og Chelsea. Englandsmeistarar Manchester City heimsækja annaðhvort Leyton Orient eða Derby.