Samgöngustofa (SGS) hefur mælt fyrir um að annarri tveggja flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli skuli lokað, þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki fellt þau tré í Öskjuhlíð sem SGS telur nauðsynlegt að felld verði.
Þess hefur verið krafist að felld verði 1.400 tré sem talin eru hindra lendingu á flugbraut 31 og á flugbraut 13 til flugtaks. Fyrirmælin eru gefin sökum þess að SGS telur Reykjavíkurborg ekki fara að gildandi skipulagsreglum hvað hæð trjágróðurs varðar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia, segir fyrirtækið bíða eftir viðbrögðum borgarinnar, en málið sé í raun á milli borgaryfirvalda og SGS.
...