Svartur á leik
Svartur á leik

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rce2 c5 6. c3 Rc6 7. a3 a5 8. Rf3 a4 9. h4 Rb6 10. Rf4 Ra5 11. Hb1 Bd7 12. Bd3 h6 13. 0-0 Dc7 14. He1 Rbc4 15. Rh5 Bb5 16. dxc5 Dxc5 17. Rd4 Bd7 18. Dg4 0-0-0 19. Df4 De7 20. b3 axb3 21. Rxb3 Rxb3 22. Hxb3 Bc6 23. Be3 g5 24. Dd4 gxh4 25. Rf6 Bg7 26. Heb1 Bxf6 27. exf6 Dc7 28. Da7 Hhg8 29. Bf4 Dxf4 30. Hxb7

Staðan kom upp í úrslitaeinvígi heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem lauk fyrir skömmu í New York í Bandaríkjunum. Ian Nepomniachtchi (2.770) hafði svart gegn Magnus Carlsen (2.890). 30. … Hxg2+! 31. Kxg2 Re3+! og hvítur gafst upp. Með þessum sigri náði Nepo að jafna einvígið, 2-2. Í kjölfarið voru tefldar bráðabanaskákir en eftir þrjú jafntefli var fallist á, eftir beiðni Carlsens, að keppendurnir myndu deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák.