Leikstjórarnir, handritshöfundarnir og framleiðendurnir Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson ræða nýjustu kvikmynd sína Guðaveigar í Dagmálum. Þeir félagar hafa framleitt og eða leikstýrt sex gamanmyndum á síðustu misserum en ekki notið velvildar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem úthlutar styrkjum í slík verkefni.
Í umsögn um síðustu styrkbeiðni fylgdi með rökstuðningur frá KMÍ að fyrir utan ófyndið handritið væru þeir félagar enn að smætta og jaðarsetja konur í myndum sínum. Þessu hafna þeir alfarið og vísa til þess að konur í þeirra myndum hafi verið „boss women“ á meðan karlarnir hafi að mestu verið vitleysingar sem hægt er að hlæja að. Báðir leikstjórarnir, sem framleitt hafa myndir sem fengið hafa góða aðsókn, gefa úthlutunarferli KMÍ falleinkunn.