Lögreglan á Norðurlandi eystra ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í gærkvöldi fimm manns í heimahúsi í Glerárhverfi á Akureyri.
Í tilkynningu lögreglu segir að henni hafi verið gert viðvart um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.
Lögreglan vopnaðist og var nálægum götum lokað meðan á aðgerðum stóð, en lögreglumenn sérsveitar ríkislögreglustjóra eru sagðir hafa stýrt handtökum á vettvangi.
Tekið er fram að málið sé á frumstigi og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.