Listasafnið Bygging Listasafns Íslands er við hlið Fríkirkjunnar, við Fríkirkjuveg, þar sem Glaumbær var áður.
Listasafnið Bygging Listasafns Íslands er við hlið Fríkirkjunnar, við Fríkirkjuveg, þar sem Glaumbær var áður. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Húsnæði Listasafns Íslands er óviðunandi og of lítið til að safnið geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart öðrum söfnum eða sinnt forystuhlutverki sínu hvað varðar varðveislu, rannsóknir og miðlun samkvæmt safnalögum.

Ráðherra menningarmála ætlar að fela Framkvæmdasýslu ríkisins – ríkiseignum að skoða hvort best væri að stækka núverandi húsnæði, byggja nýtt eða nýta og aðlaga aðrar byggingar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, en Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram minnisblað á fundi ríkisstjórnarinnar sl. föstudag þar sem fjallað er um skýrslu starfshóps um stöðu Listasafnsins. Skilaði starfshópurinn af sér í síðasta mánuði.

Miðstöð myndlistar

Listasafn Íslands er til húsa

...