Krappur þýðir almennt þröngur, knappur. Kröpp kjör eru fátækt og að búa við kröpp kjör merkir að búa við skort, eiga bágt

Krappur þýðir almennt þröngur, knappur. Kröpp kjör eru fátækt og að búa við kröpp kjör merkir að búa við skort, eiga bágt. Um það er ekki hægt að nota vosbúð, það orð merkir að vera blautur og kaldur, einkum vegna útivistar. „Votviðri valda vosbúð,“ segir í Morgunblaðinu 2018 um mávsunga hrakta af kulda og bleytu.