50 ára Laila ólst upp í Laugarnesinu og útskrifaðist af tungumálabraut frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í íslensku og þýsku frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í blaðamennsku frá London University of the Arts. Eftir nám starfaði hún sem markaðsstjóri TM Software (nú Origo), Krabbameinsfélags Íslands og Dohop.

Laila stofnaði markaðsstofuna Laila slf. árið 2014 og hefur unnið hin ýmsu verkefni á sviði markaðs-, kynningar- og vefmála sem og viðburða- og verkefnastýringar í gegnum fyrirtækið síðan þá. Þar má meðal annars nefna Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Framvís, Mími símenntun, Kraft stuðningsfélag, Héðin, Fjallafélagið, Háskóla Reykjavíkur, golfklúbbinn Brautarholt, Lambhaga og Ribsafari í Vestmannaeyjum.

„Ég elska að stunda útivist og ætla á þessu afmælisári að teika eina hugmynd með vinkonu minni, að fara á 50 ólíka fjallstinda. Ég stunda hlaup, alls...